Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Mathöll opnar í miðbæ Reykjavíkur
Miklar framkvæmdir eru í gangi við Vesturgötu 2a þar sem Restaurant Reykjavík var áður til húsa.
Þar mun rísa Mathöll Reykjavík í 1.800 fermetra húsnæði á þremur hæðum, 8 básar á fyrstu hæðinni og 6 básar annarri hæð hússins og á þriðju hæð verður starfsmannaaðstaða og skrifstofur.
Einnig á þriðju hæð verður veislusalur og bar sem leigt er út fyrir einkasamkvæmi. Hægt verður að fá veitingar sendar upp og gestir geta leigt bjórkút fyrir veisluna svo fátt eitt sé nefnt.
Verið er að taka húsið í gegn bæði að utan sem og að innan og munu framkvæmdir verða klárar í febrúar, en stefnt er á að opna í fyrsta lagi mars eða í síðasta lagi fyrir páska 2022.
„Eftirspurn er búinn að vera flott í pláss í básana og erum við búnir að ganga frá einhverjum nú þegar.
Ég lít á þetta project sem stökkpall fyrir nýja aðila sem eru með nýjar og spennandi hugmyndir og vilja koma sér á framfæri.“
Sagði Árni Traustason Sölu og markaðsstjóri Mathallarinnar í samtali við veitingageirinn.is, en hann á jafnframt hlut í fyrirtækinu. Fyrir áhugasama er hægt að hafa samband við Árna á netfangið: [email protected].
Verið er að byggja svalir utan á húsið sem er nýjung og mun koma sér vel í kvöldsólinni í portinu bakvið húsið.
Mynd: facebook / Reykjavík Restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði