Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýr og girnilegur matseðill á veitingahúsi Krauma

Birting:

þann

Krauma

Krauma plattinn

Nýr matseðill hefur litið í dagsins ljós með dýrindis réttum úr ferskum íslenskum hráefnum hjá veitingahúsi Krauma.

Í aðalbyggingu Krauma er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á palli utandyra þegar veður leyfir.

Krauma plattinn er vinsæll enda stútfullur af sælkeramat, fennil- og sítrónugrafin geit, greni og rósmarín reykt geit frá Háafelli, dill- og sítrónugrafinn lax, grenireyktur lax, súrsað grænmeti, piparrótarjómi, sveppa vinaigrette, heimalagaður ricotta ostur og geita feti.  Þessi réttur er tilvalið að deila og kostar 3.800 krónur.

Krauma

Kraumasúpa.
Grilluð tómat- og paprikusúpa, borin fram með nýbökuðu brauði.

Salat frá Sólbyrgi, með allskyns grænmeti ofl. frá Sólbyrgi garðyrkjustöðinni á 2.500 krónur og einnig er í boði Caesar salat með grænmeti frá Sólbyrgi á 2.890 krónur.

Aðalréttirnir eru 4, grillað lambafillet á 4.700 krónur, hægeldaður þorskur á 3.800 krónur, Krauma grænkeri sem inniheldur úrval af sérræktuðum sveppum, saltbakaðri rauðrófu, linsu- og baunasalati, gulrótarmauki með sítrónu-dill sósu á 2.890 krónur.

Þeir sem eru einungis í stuði fyrir hamborgara, þá býður Krauma upp á hamborgara frá Mýranauti á 2.890 krónur.

Krauma

Eftirréttatvenna

Eftirréttirnir eru þrír, ostakaka með ástríðualdin og karamellusósu á 1.690 krónur, döðlueftirréttur sem þau skíra döðlugott og er hann borinn fram með rjóma og karmellusósu og kostar 1.690 krónur.

Að lokum eftirréttatvenna sem inniheldur heitri súkkulaðiköku með espresso créam brúlée og marineruð ber á 1.690 krónur.

Yfirkokkur Krauma er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.

Sjáðu matseðilinn hér.

Sjá einnig:

Svona lítur maturinn út hjá Krauma

Myndir: krauma.is


Er nýr matseðill á þínum veitingastað?  Sendu okkur línu og myndir hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið