Uppskriftir
Grafinn svartfugl
4 svartfuglsbringur
1 dl Kaj P’s orginal-olía
1 msk. hunang
1 tsk. sojasósa
timjan
dill
sinnepsfræ
svartur pipar
Aðferð:
Mikilvægt er að svartfuglinn sé hamflettur áður en hann er orðinn kaldur. Fjarlægja skal ystu himnuna á bringunum. Bringurnar eru nuddaðar með grófu salti og þær látnar liggja í kæli í 3 klst. Bringurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar stífar viðkomu.
Þurrkið þá saltið af þeim án þess að skola það af. Blandið olíu, hunangi, sojasósu og kryddinu saman og látið bringurnar liggja í leginum yfir nótt í kæli. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og borðaðar með snittubrauði, salatblaði og ediksósu.
Ediksósa
Tæp matskeið rauðvínsedik
salt
sykur
sítrónusafi
1 msk. dill
1 msk. extra virgin ólífuolía
Aðferð:
Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sítrónusafa. Smyrjið snittubrauðið með ediksósunni, leggið salatblað yfir og raðið þunnum sneiðum af svartfuglinum á.
Höfundur: Friðrik Þór Erlingsson, kjötiðnaðarmeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







