Frétt
Skólamatur greiddi 40 milljónir í arð
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarfélögin kaupa einnig mat af fyrirtækinu fyrir leikskóla en án beinnar kostnaðarþátttöku foreldra, að því er fram kemur á stundin.is.
Rúmlega 31 milljón króna hefur verið greidd í arð út úr fasteignafélaginu sem leigir Skólamat aðstöðu. Framkvæmdastjórinn, Jón Axelsson, fagnar spurningum um arðgreiðslurnar en segir að það sé ekki hans að meta réttmæti þeirra.
„Það er ekki mitt að meta. Við erum að reka fyrirtæki og við reynum að gera það í sátt við umhverfið, og ímynd okkar skiptir okkur miklu,“
segir Jón Axelsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar í samtali við stundin.is, aðspurður um réttmæti rúmlega 40 milljóna króna argðreiðslna út úr samstæðu félagsins á liðnum árum.
Fyrirtækið selur mat í áskrift til foreldra grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og víðar. Maturinn frá Skólamat er misdýr eftir því hversu mikið einstaka sveitarfélög niðurgreiða hann; maturinn er ódýrastur í áskrift í Suðurnesjabæ, sem telur þéttbýlin Garð og Sandgerði, eða 323 krónur. Dýrastur er skólamaturinn á Seltjarnarnesi, eða 561 króna, að því er fram kemur á heimasíðu Stundarinnar sem hægt er að lesa í heild sinni hér.
Mynd: Víkurfréttir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka