Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Mikael Jens er með skýra sýn á hvert hann vill stefna

Birting:

þann

Mikael Jens Halldórsson

Mikael Jens Halldórsson

Mikael Jens Halldórsson hóf nám í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri núna á haustönn. Við val á námsbrautinni hafði hann skýra sýn á hvert hann vildi stefna, eitt af markmiðunum er að auka virði íslenska lambakjötins sem liður í því að treysta rekstrargrunn sauðfjárframleiðslu.

Mikael er sveitastrákur, frá Molastöðum í Fljótum. Hann var fyrst í grunnskóla á Sólgörðum í Fljótum en var í efstu bekkjum grunnskóla á Hofsósi – í Grunnskólanum austan Vatna.

Á Molastöðum rekur fjölskyldan sauðfjárbú og einnig er þar nautaeldi til kjötframleiðslu og hross.

„Sauðfjárbúskapur er erfið búgrein og bændur þurfa því að finna leiðir til þess vinna meira úr kjötinu og fá þannig meira fyrir afurðirnar. Það kom því upp í minn huga að afla mér þekkingar á sviði matvælavinnslu og eldamennsku. Í upphafi var ég með í huga að læra kjötiðnaðarmanninn en núna beinist áhuginn að því að fara í matreiðsluna að lokinni grunndeild.

Vissulega er kostnaðarsamt fyrir bændur að koma sér upp viðurkenndri aðstöðu til kjötvinnslu en hvers konar aukin vinnsla á kjötinu, bæði lamba- og nautakjötinu, með það í huga að selja beint frá býli, er allrar athygli verð og ostavinnsla er einnig áhugaverður kostur. Bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum hafa einmitt verið að vinna og selja geita- og sauðfjárosta,“

segir Mikael og bætir við að hann hafi mikinn áhuga á að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að treysta búsetu í sveitum með því að auka verðmæti þeirra afurða sem þar eru framleiddar.

Auk um fjögurhundruð fjár er nautaeldi á Molastöðum auk nokkurra hesta. Mikael segir föður sinn fyrst og fremst vinna á búinu en annist auk þess skólaakstur. Móðir hans starfi hins vegar á Siglufirði sem bókari.

„Eins og staðan er núna er útilokað fyrir fólk að lifa eingöngu á sauðfjárrækt, bændur þurfa að vera í öðrum störfum til hliðar við sauðfjárræktina, sem er óviðunandi staða. Ég vil búa áfram í Fljótum og taka þátt í að auka virði búfjárframleiðslunnar,

Ég var ákveðinn í því að fara í kjötiðnaðarmanninn en mér virðist matreiðslunámið vera víðtækara og ég hugsa að það verði ofan á. Að því loknu hef ég síðan áhuga á því að fara í Landbúnaðarháskólann og taka búfræðina.

Það sem af er hefur mér fundist námið í grunndeild matvæla hér í VMA vera æðislegt. Kennararnir eru frábærir og andrúmsloftið gott, ég kann mjög vel við þetta,“

segir Mikael sem býr á Heimavist MA og VMA.

Mynd: vma.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið