Markaðurinn
Rafrænar ferilbækur teknar í notkun – Ferilbækurnar eru gagnvirkar til þess að nýtast sem best í vinnustaðnámi iðnnema

Á myndinni má sjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Máneyju Evu Einarsdóttur og Jón Frey Eyþórsson, nemendur úr Tækniskólanum ásamt Helga Ingólfi Rafnssyni, framkvæmdastjóra Rafholts, undirrita námssamninga á rafrænan hátt.
Fyrir helgi voru rafrænar ferilbækur formlega teknar í notkun og má þannig segja að dagurinn marki nýtt upphaf í iðnnámi á Íslandi. Fyrstu námssamningarnir voru undirritaðir sama dag undir hatti nýrra ferilbóka.
Árið 2013 hafði IÐAN fræðslusetur lokið vinnu við ferilbækur í 23 iðngreinum. Í því ferli lagði Iðan m.a. mikla áherslu við menntamálaráðuneytið að ferilbækurnar yrðu gagnvirkar til þess að nýtast sem best í vinnustaðnámi iðnnema.
Frá þeim tíma sem IÐAN tók að afhenda ferilbækur er áætlað að um 3000 eintök hafi verið í notkun á þessum tíma. Bækurnar hafa verið aðgengilegar á heimasíðu IÐUNNAR.
Ferilbók er ætlað að efla gæði starfsþjálfunar með því að mynda samskiptavettvang nemanda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi. Ferilbókin tryggir að nemandinn fái rétta þjálfun og öðlist þá hæfni sem þarf að búa yfir við lok starfsnáms.
IÐAN og Rafmennt munu innan skamms bjóða meisturum upp á námskeið í notkun rafrænna ferilbóka.
Mynd: idan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





