Frétt
Eldsterkar pizzur til styrktar krabbameinsrannsóknum
Krabbameinsfélagið fékk ánægjulegan og heldur óvenjulegan styrk á dögunum. Afrakstur sölu á eldheitri pizzu hjá veitingastaðnum Shake & Pizza var látinn renna til krabbameinsrannsókna. Það var talið við hæfi, þar sem chili er jafnan talinn allra meina bót.
Veitingastaðurinn Shake & Pizza hóf í vor að bjóða upp á sterkustu pizzu sem er fáanleg á Íslandi. Var rétturinn þróaður af stofnendum chili-áhugafélagsins Ég ann chili. Svo vill til að annar stofnendanna starfar fyrir Krabbameinsfélagið og var því fljótlega augljóst að hægt væri að safna fé fyrir góðum málstað á sama tíma og bragðlaukar chili-aðdáenda brunnu – þeim til mikillar ánægju, að því er fram kemur á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.
Fulltrúar Shake & Pizza, þau Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri, og Andrea Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, mættu galvösk í Krabbameinsfélagið með afrakstur fyrstu 10 daganna sem Ég ann chili-pizzan var í sölu. Niðurstaðan var rétt um 204.000 krónur. Fjárhæðin verður notuð til að styðja við krabbameinsrannsóknir, forvarnir gegn krabbameinum og fræðslu sem er lífsbjargandi starf sem hefur farið fram innan veggja Krabbameinsfélagsins í 70 ár.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, var hæstánægð með styrkinn.
„Þetta var afar óvænt og hlýleg gjöf, hlý en e.t.v. ekki jafn brennheit og pizzan! – Hjartans þakkir!“
Jóhannes Ásbjörnsson var afar sáttur með að geta lagt til krabbameinsrannsókna með þessum hætti. „Við á Shake&Pizza lærðum mikið um Chilipipar í þessu skemmtilega samstarfi. Hann er ávanabindandi þegar maður kemst á bragðið. Og eins og Björn og Þórður hjá Ég ann chili hópnum fræddu okkur um þá bendir margt til þess að áhrif chilipipars gæti haft ákveðið forvarnargildi gagnvart alls kyns meinum. Það var því borðleggjandi að tengja samstarfið við Krabbameinsfélagið. Að sama skapi hvet ég alla til þess að fara í chili ferðalagið, það kemur enginn samur tilbaka.“
Annar „höfunda“ Ég ann chili-pizzunnar, Björn Teitsson, starfar sem kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og ber að hluta til ábyrgð á brennandi tungum viðskiptavina Shake & Pizza. Hann er gleðst yfir brunanum en sérstaklega yfir þessu framlagi til góðra verka.
„Það er jafnan talað um að neysla á chili sé allra meina bót, það er gott fyrir blóðrásina og hjartað og ver fólk gegn kvefpestum. Sérfræðingar Krabbameinsfélagsins myndu þó fara varlega í að segja það koma í veg fyrir krabbamein en með svona fjárstuðningi er þessi blessaða pizza að gera sitt í því – þannig þetta var algert win win.“
Mynd: Sigurður Möller Sívertsen
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum