Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mexíkóski kokkurinn Pep Ochoa tók allan matseðilinn í gegn hjá Culiacan
Mexikóski veitingastaðurinn Culiacan hefur tekið í gagnið nýjan matseðil. Girnilegur matseðill að sjá og fengu eigendur Culiacan kokkinn Pep Ochoa frá Mexíkó til að taka allan matseðilinn í gegn.
Taco réttir staðarins hafa slegið rækilega í gegn sem eru unnar frá grunni, en kokkurinn bakar sjálfur mjúkar glútenlausar korn-tortillur og hægeldar nautakjöt. Einnig er hægt að fá kjúklinga og vegan taco.
Nachos flögurnar eru steiktar á staðnum og er kókosolía notuð til að gera þær eins hollar og hægt er.
Allt salsað er unnið úr ferskum tómötum og er eins ferskt og völ er á hverju sinni og er mild, miðlungs eða sterk salsa í boði. Einnig er gert guacamole oft á dag úr ferskum lárperum, svo fátt eitt sé nefnt.
Á mánudaginn hófst taco mánaðarins og er góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.
Nýi matseðillinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu







