Frétt
Dill tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi – Nordic Prize
Veitingahúsið Dill hefur verið tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi vegna norrænu keppninnar The Nordic Prize og tók Gunnar Karl Gíslason, veitingamaður við tilnefningunni við athöfn á Dill í dag miðvikudaginn 4. desember 2013.
Í febrúar á næsta ári verður tilkynnt hvaða veitingahús hlýtur The Nordic Prize 2012 og þar með titilinn veitingahús ársins á Norðurlöndunum, segir í fréttatilkynningu.
Verðlaunin Nordic Prize voru fyrst afhent fyrir árið 2009 og var það danska veitingahúsið Noma og René Redzepi sem hlaut þann heiður. Árið 2010 féllu verðlaunin í skaut Matthias Dahlgren og veitingashúsinu Matsalen á Grand Hótel í Stokkhólmi, árið 2011 Allan Poulsen og Henne Kirkeby Kro og árið 2012 var það Maaemo og Esben Holmboe sem hlutu verðlaunin.
Það er daninn Bent Christensen, sem um árabil hefur gefið út Den Danske Spiseguide, sem er aðalhvatamaðurinn á bak við The Nordic Prize.
Íslensku dómnefndina skipa þau Kjartan Ólafsson, Steingrímur Sigurgeirsson, Dominique Plédel-Jónsson, Hákon Már Örvarsson, Gunnar Páll Rúnarsson, Sólveig Baldursdóttir, Mads Holm og Úlfar Finnbjörnsson.
Dómnefndin valdi í fyrstu umferð þrjú veitingahús sem hún taldi skara fram úr á þessu ári, Dill, Hótel Holt og Grillið, og var veitingahús ársins valið í leynilegri kosningu þar sem atkvæði voru greidd um fjölmarga þætti er snúa að matreiðslu og þjónustu. Meðfylgjandi myndir eru frá verðlaunaafhendingunni.
Myndir: Hinrik
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana