Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gordon Ramsay opnar stærsta hamborgarastaðinn í veitingaveldi sínu
Í júlí næstkomandi opnar Gordon Ramsay nýjan veitingastað 02 höllinni í London og er þetta stærsti skyndibitastaðurinn sem hann opnar í veitingaveldi sínu. Í fyrra sendi hann frá sér tilkynningu að hann hefur hug á því að opna 50 nýja veitingastaði.
Ekki er um að ræða fine dining veitingastaði heldur meira í takt við skyndibitastaði, þó er hamborgarinn á nýja veitingastaðnum á Harrods í Bretlandi í dýrari kantinum eða um 15 þúsund krónur og þá á eftir að kaupa franskar og sósu.
Einnig hefur Gordon opnað „Street Burger“ veitingastaði sem staðsettir eru við St Paul’s, Covent Garden, Charing Cross Road og Woking í London og pizzustaðina „Street Pizza“ sem staðsettir eru í Battersea, Southwark, St Paul og Camden í London.
Hamborgarastaðurinn í 02 höllinni tekur 175 manns í sæti og er þar með stærsti skyndibitastaðurinn sem hann hefur opnað fram að þessu.
Sjá einnig:
Gordon Ramsay opnar þrjá nýja veitingastaði – Svona líta hamborgararnir út – Myndir og vídeó
Fleiri fréttir: Gordon Ramsay
Mynd: theo2.co.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






