Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Almar bakari og Ólöf opna nýtt bakarí á Flúðum og taka við rekstri á nýju kaffihúsi í Reykjadal
Veitingahjónin og eigendur Almars bakari, þau Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir hafa ekki setið auðum höndum s.l. mánuði, en þau hafa opnað nýtt bakarí á Flúðum og bætt við sig rekstri á kaffihúsi og upplýsingamiðstöð í Reykjadal, Café Reykjadalur.
„Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, honum hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) 4 bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum.“
Segir Ólöf Ingibergsdóttir aðspurð um dugnað þeirra hjóna að opna nýtt bakarí.
„Þar fyrir utan rekum við kaffihús í Reykjadal sem er nýopnað, ofsalega fallegt og truflað útsýni.“
sagði Ólöf í samtali við veitingageirinn.is.
Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir opnuðu fyrstu búðina þann 8 apríl árið 2009 í Sunnumörk 2 í Hveragerði. Síðar opnuðu þau Larsenstræti 3 á Selfossi, Suðurlandsvegi 1 á Hellu og Hrunamannavegi 3 á Flúðum . Um 50 manns starfa hjá Almari bakara í dag.
Ástríða og áhugi á bakstri drífa þau afram. Mikil áhersla er á holl og góð brauð, einnig miklu úrvali af bakkelsi og samlokum. Gæðahráefni og fagmennska er höfð í fyrirrúmi. Þetta er fjölskyldufyrirtæki sem er í stöðugri framþróun með áherslu á góða þjónustu.
Yfirbakari Almars bakari er snillingurinn Örvar Arnason.
Ólöf: „Nýttum nafnið hans í drasl“
Til gamans má geta að Ólöf er með smá hliðarverkefni sem er lífstílsbúð/ferðamannabúð í Sunnumörk í Hveragerði sem býður upp á öðruvísi gjafavörur, en búðin heitir Ramla-store, en nafnið Ramla er Almar afturábak.
„Nýttum nafnið hans í drasl“
Sagði Ólöf hress að lokum. Veitingageirinn.is óskar þeim hjónum innilega til hamingju með nýja bakaríið og kaffihúsið.
Heimasíða: www.almarbakari.is
Facebook / Ramla store
Myndir: aðsendar
Fleiri fréttir hér: Almar bakari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði