Uncategorized
Íslandsmót barþjóna
Það ættu nú flest allir í veitingageiranum að kannast við hina frægu barþjónakeppni hjá Barþjónaklúbbi Íslands. Enn á ný er flautað til leiks með Íslandsmeistaramóti Barþjóna og verður hún haldin sunnudaginn 6. maí, en nánari staðsetning verður auglýst síðar á heimasíðu Barþjónaklúbbsins.
Þátttöku skilyrði eru einföld og geta allir faglærðir framreiðslumenn tekið þátt, en það eina sem þeir þurfa að gera er að skrá sig í klúbbinn.
Keppt verður í Þurrum drykkjum og verðlaunin eru vegleg að vanda, en sigurvegarinn þá nefndur Íslandsmeistari keppir fyrir Íslands hönd á haustmánuðum á Heimsmeistarakeppni Barþjóna í Taiwan.
Einnig verða ferðaverðlaun fyrir þann sem er fremstur meðal jafningja í faglegum vinnubrögðum og fyrir tvo sem efstir eru á stigatöflunni og eru 28 ára eða yngri.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Barþjónaklúbbsins www.bar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði