Markaðurinn
Breytingar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur tekið ákvörðun um að einbeita sér alfarið að sölu og markaðssetningu sérvöru, þ.e. búsáhöldum og gjafavöru bæði fyrir neytendamarkað sem og stórnotendamarkað. Á sama tíma hefur samkomulag náðst við Danól ehf. um að taka við rekstri neytendavörudeildar matvöru, sælgætis og bílhreinsivara sem og stóreldhúsadeildar matvöru. Þetta hefur í för með sér að Danól ehf. mun taka yfir flest vörumerki ásamt starfsfólki þessara deilda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Þessi gjörningur er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Ásbjörn Ólafsson ehf. verður áfram með fjölbreytt úrval heimilis- og gjafavöru fyrir neytendamarkað sem og sérvöru fyrir stórnotendamarkað. Mikil aukning hefur verið í þessum vöruflokkum og munum við kappkosta að bæta enn frekar í stórglæsilegt vöruúrval okkar í framtíðinni.
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að vera með framúrskarandi starfsfólk, sterk og góð vörumerki ásamt því að veita góða þjónustu og verður engin breyting þar á.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana