Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Barion opnar í Krambúðinni á Laugarvatni
Spennandi breytingar eru að verða í Krambúðinni á Laugarvatni þar sem veitingastaðurinn Barion, í eigu Sigmars Vilhjálmssonar, mun opna snemma í sumar. Samkaup og Barion gerðu með sér samning um opnun á veitingastaðnum í versluninni en um er að ræða minni útgáfu af Barion þar sem vinsælustu réttirnir verða á boðstólnum.
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sagði um málið að unnið væri að endurbótum á veitingasölu um allt land.
„Samstarf okkar við Barion og Hlöllabáta hefur gengið vel og því var það rökrétt að leita til þeirra með endurbætur á veitingasölu félagsins. Við rekum veitingastaði víða um land og opnun Barion á Laugarvatni er tilraun okkar í að innleiða aukin gæði á okkar stöðum og koma með nýjan og spennandi matseðil.“
Eftirspurn eftir nýjungum mikil
„Það er okkur mikill heiður að Samkaup skuli vilja vinna þetta verkefni með okkur. Ég lít á það sem mikla viðurkenningu fyrir starfsfólk okkar og Barion vörumerkið. Metnaður Samkaupa í að auka gæðin á sínum veitingastöðum er mikill og rímar alveg við þann metnað sem við höfum lagt upp með á okkar stöðum.
Sem landsbyggðarmaður þá veit ég að eftirspurn eftir nýjum og spennandi hlutum er mikil, svo ekki sé talað um innlenda og erlenda ferðamenn sem kallað hafa eftir meiri fjölbreytni á ferð sinni um landið,“
segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf.
Vonar að vel verði tekið í breytingarnar
„Á Laugarvatni er ansi hátt hlutfall af fasta viðskiptavinum sem nýta sér okkar þjónustu. Sumarbústaðabyggðirnar, ferðamenn, íbúar og starfsmenn sem þjónusta fyrirtæki í nágrenninu. Fyrir nokkru gerðum við könnun meðal þessara viðskiptavina og sá matseðill sem við ætlum að bjóða uppá á að mæta þeim væntingum sem settar voru fram. Það er trú okkar að þessum breytingum verði fagnað af þeim sem og ferðamönnum sem fara þarna um í tug þúsunda tali á hverju sumri,”
segir Haukur Benediktsson, rekstrarstjóri Krambúða.
Framkvæmdir eru þegar hafnar á staðnum og stefnt er að opnun Barion Laugarvatni snemma sumars.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur