Uppskriftir
Tvær uppskriftir – Venjulegar kleinur og heilhveitikleinur
Kleinur
1,1 kg hveiti
300 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
120 gr smjörlíki
5 tsk kardimommudropar
3 stk egg
4 dl óhrært skyr
4 dl ab-mjólk
Aðferð
Setjið þurrefnin í stóra skál og myljið smjörlíkið saman við það með höndunum. Hrærið eggjunum síðan léttsaman við deigið og blandið skyrinu og ab-mjólkinni smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið en alls ekki of mikið því þá verður það seigt.
Heilhveitikleinur
4 bollar heilhveiti
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
200 gr smjörlíki
4 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
1/2 lítri súrmjólk
Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman, smjörlíkið mulið saman við og vætt í með súrmjólk.
Hnoðað og flatt út og kleinur mótaðar á venjulegan hátt.
Kleinurnar eru síðan steiktar í djúpsteikingarfeiti.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Vín, drykkir og keppni2 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð