Viðtöl, örfréttir & frumraun
Andri Viceman hefur störf hjá aha.is
Andri Davíð Pétursson aka Viceman framreiðslumeistari og barþjónn hefur hafið störf sem tengiliður veitingastaða hjá aha.is. Hjá aha.is mun Andri vinna náið með þeim veitingastöðum sem þegar eru í samstarfi og sömuleiðis kynna nýjum veitingastöðum fyrir þeim möguleikum sem í boði eru hjá aha.is.
Eins og fjallað hefur verið um hér á veitingageirinn.is þá er Andri með hlaðvarpsþætti Viceman þar sem rætt er við fólk úr veitingabransanum og sömuleiðis verið duglegur að halda pop-up viðburði á hinum og þessum veitingastöðum og börum og mun hann halda því ótrauður áfram.
Hver veit nema að einn daginn verði hægt að kaupa Viceman pop-up á aha tilboði?
„Veitingaþjónustan verður æ stærri hluti af markaðstorginu og því mjög mikilvægt að inn komi sterkur aðili eins og Andri Davíð, sem hefur áralanga reynslu af veitingamarkaðinum á Íslandi“
segir Helgi Már Þórðarson, annar eiganda aha.is
Aha.is er markaðstorg á netinu sem býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir veitingastaði og verslanir og má þar meðal annars nefna frábær tilboð eins og matarupplifun, gistingu eða aðra afþreyingu sem yfir 160 þúsund íslendingar hafa nýtt sér.
Mynd: viceman.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu