Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Plan B Burger er nýr “smassborgara” veitingastaður við Suðurlandsbraut 4
Veitingastaðurinn Plan B Burger er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni.
Staðurinn er í svokölluðum “diner” stíl, en þar verður á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.
Óskar er alls ekki nýgræðingur þegar það kemur að hamborgaragerð, en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy´s í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.
Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægissíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að renna á önnur mið þar sem að hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum.
Hugmyndafræði Óskars er einföld þegar það kemur að rekstrinum. Einfaldur matseðill, topp hráefni og gott verð.
Blásið verður til opnunargleði um helgina, en þá verður hamborgari að eigin vali ásamt gosi og frönskum á 1500 krónur.
Heimasíða: www.planbburger.is
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup









