Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem nú er risið í nýja miðbænum verður sannkallað matarmenningarhús. Þar verður mathöll með átta nýjum veitingastöðum, tveir barir og sýning um skyr í kjallara.
Óhætt er að segja að ásýndarmyndir gefi góð fyrirheit en Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags, segir að um afar metnaðarfullt verkefni sé að ræða.
„Mjólkurbúið er afar glæsilegt hús og höfum frá fyrsta degi lagt áherslu á að það yrði samkomustaður fyrir heimamenn jafnt sem gesti. Í Mjólkurbúinu getur öll fjölskyldan komið saman og ég fullyrði að allir muni geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna verða neapolitan pizzur, hamborgarar, taco, pasta og fleira.
Sjö af átta veitingabásum hefur þegar verið ráðstafað og nöfnin á þessum stöðum verða gerð kunnug mjög fljótlega. Þetta eru bæði ný vörumerki og önnur sem fólk kannast vel við.
Síðasta lausa bilið er það stærsta í húsinu og á besta stað. Ef einhverjir heimamenn með reynslu af veitingarekstri vilja láta ljós sitt skína skorum við viðkomandi að hafa samband.“
segir Vignir í samtali við fréttavefinn DFS.is, sem fjallar nánar um nýju mathöllina hér.
Myndir: aðsendar ásýndarmyndir

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni