Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna nýjan veitingastað á Klapparstíg í Reykjavík
Verktakafyrirtækið Þingvangur hefur selt húsnæðið sem áður hýsti Skelfiskmarkaðinn. Reynsluboltar í veitingahúsarekstri hafa nú tekið það á leigu og áforma að opna þar nýjan veitingastað og bar.
Félag á vegum fjórmenninganna Arnars Þórs Gíslasonar, Andra Björnssonar, Loga Helgasonar og Óla Más Ólasonar hefur tekið fasteignina að Klapparstíg 28-30 á leigu. Hyggjast þeir opna þar tvo nýja staði í sumar.
Um er að ræða húsnæðið sem áður hýsti Skelfiskmarkaðinn, en þeim veitingastað var lokað varanlega í mars 2019 eftir að hafa verið í rekstri í um það bil hálft ár, að því er fram kemur í Markaðnum í fréttablaðinu sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði