Vertu memm

Frétt

Áhugi að opna mathöll á Vesturgötu 2 í Reykjavík

Birting:

þann

Reykjavík Restaurant

Húsnæði Restaurant Reykjavíkur á sér langa sögu. Það var C.P.A. Koch sem fékk árið 1863 leyfi til að byggja húsið með bryggju að framan, en leyfið fékkst með því skilyrði að gerð yrðu göng gegnum húsið að bryggjunni, aðgengileg almenningi.
Byggingin var þá aðeins á einni hæð, með þaki yfir ganginn að bryggjunni, og var notað sem vöruhús og skrifstofur fyrir sjópóstþjónustu.

Til stendur að breyta húsnæðinu við Vesturgötu 2 í mathöll, þar sem Reykjavík Restaurant er til húsa, samkvæmt fyrirspurn Davíðs Pitt arkitekts til skipulagsstjóra Reykjavíkur, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Samkvæmt fyrirspurn Davíðs yrði mathöllin með tíu til tólf básum í kjallara og á fyrstu og annarri hæð hússins. Í risi verði starfsmannaaðstaða og skrifstofur. Skipulagsstjóri sem tók málið fyrir á föstudag segist ekki gera neinar skipulagslegar athugasemdir við breytinguna.

Mathallir hafa verið vinsælar á Íslandi, en núna næstu daga ætla eldhressir stórhugar að opna eina glæsilegustu mathöll bæjarins í Borgartúninu.

Sjá einnig:

Ný og glæsileg mathöll opnar í miðju „Wall street“ Íslands

Mynd: facebook / Reykjavík Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið