Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sono Matseljur “pop up” verða á Götumarkaðnum næstu tvær helgar
Sono Matseljur munu bjóða uppá Grænmetis- og vegan meze (smáréttir) þar sem brögð Mið-Austurlandanna mæta harðneskju hinnar íslenskrar náttúru.
Hildigunnur og Silla eru listrænt teymi úr tónlistarheiminum sem eru helteknar af mat. Þær sérhæfa sig í listrænni grænmetis- og veganmatseld í nýlegri matarþjónustu sinni sem þjónar hverskyns matarlöngunum viðskiptavina sinna.
Silla er grasagudda og matselja og hefur kokkað og bruggað seyði um árabil. Matur hennar einkennist af jurtum saman við heilsusamlegan mat sem nærir líkama og sál.
Hildigunnur er þekkt sem Hildigunnur matráður og töfrar fram listrænar grænkera kræsingarnar. Það sem finna má í mat þeirra eru jurtir úr sveitinni sem þær týna, verka og rækta í takti við árstíðarnar sem er þeirra innblástur hverju sinni.
Sono Matseljur verða í mustiskum kjallara Götumarkaðsins Klapparstíg 28-30 (við Hjartatorg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður) í gullfallegu eldhúsi með yndislegu setuplássi, en ekki ýkja mörgum sætum, svo tryggið ykkur sæti þið sem viljið sitja sem næst Sillu og Hildigunnu.
Annars er pláss á efri hæðinni með bar og öðru gúmmelaði sem má vel blanda saman að vild, og þær munu að sjálfsögðu afgreiða svo lengi sem til er matur.
Skemmtilega blönduð ‘street food’ stemmning í gullfallegu umhverfi.
Opnunartími er eftifarandi:
Mið: 17.00-21.00
Fim: 17.00-21.00
Fös: 17.00-22.00
Lau: 17.00-22.00
Sun: 16.00-20.00
Staðsetning:
Klapparstígur 28-30 (inngangur við Hjartatorg)
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt2 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis










