Uppskriftir
Buffalo kjúklingalundir
Fyrir 4
8 stk kjúklingalundir
panko raspur
3 msk olía fyrir mareneringu
1 dl olía til að pensla
2 egg
2 dl AB mjólk
3 msk hveiti
2 msk papriku krydd
1 tsk hvítlauks krydd
1/2 tsk chillipipar
1 tsk púðursykur
1/2 stk salt
Buffalosósa
4 dl Frank‘s RedHot wings sós
4 msk púðursykur
1/2 dl Hvítvínsedik
Gráðostasósa
100 gr sýrður rjómi
4 msk mæjónes
4 msk gráðostur
1 msk Hvítvínsedik
½ tsk Tzatziki kryddhúsið
pipar
1tsk Limesafi
Aðferð
Kjúklingalundirnar settar í skál, olíunni hellt yfir og kryddinu blandað saman við ásamt púðursykrinum og látið standa, síðan er hveitinu blandað saman við.
Eggin pískuð og AB mjólkin sett út í, kjúklingabitunum dýft í blönduna-velt upp úr raspinum síðan raðað í ofnskúffu og penslað með olíu bakað á 200 til 220 gráðum í ca. 20 mín.
Buffalosósan, púðursykur og hvítvínsedik sett saman í pott og brætt saman.
Gráðostasósa: öll innihaldsefni sett saman í skál og smakkað til.
Gott er að bjóða upp á sellery til að dippa í með Buffalokjúklingnum.
Verði ykkur að góðu
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona