Uppskriftir
Harira súpa
Hér er uppskrift að Harira súpu sem er Marokkósk grænmetissúpa. Hún er mjög hefðbundin súpa sem er borðuð á Ramadan og föstum hjá Ísraelum jafnt sem Aröbum.
Hráefni:
1 laukur í teningum
5 hvítlauksgeirar í sneiðum
3 stilkar sellerý í teningum
3 gulrætur í sneiðum
1/2 tsk túrmerik
1 tsk malað cumin
1/2 rauður chili
1 búnt steinselja söxuð
1 búnt koreander saxað
1 dós(450gr) niðursoðnir tómatar
1,75 lítrar grænmetissoð
1 bolli kjúklingabaunir
1 bolli rauðar linsubaunir(má nota grænar en súpan verður fallegri með rauðum)
1 tsk nýmalaður svartur pipar
2 sítrónur safi og zest
1 lime safi og zest
Aðferð:
Skera grænmetið og steikja það varlega í olíunni, ekki brúna. Bæta kryddum úti, svo tómötum og grænmetissoði.
Sjóða rólega í 10 mín. Bæta í baunum og sjóða rólega í 30 mínútur. Sítrónur og lime.
Smakka til með salti og pipar.
Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur