Bocuse d´Or
Sjáðu keppnisrétti Sigurðar hér – Myndir
Í dag fór fyrri keppnisdagur í Evrópukeppni Bocuse d´Or þar sem Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar er Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.
Sigurði gekk mjög vel í keppninni og skilaði á tíma bæði fisk-, og kjötréttinum. Alls eru 18 lið sem keppa um að komast í aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í júní 2021.
Seinni keppnisdagur fer fram á morgun 16. október og einungis 10 lönd sem komast áfram.
Fiskrétturinn
Steinbítur – bakaður í þarasmjöri og borinn fram í rjómalagöguðu soði úr krækling, súrmjólk og sól.
Blómkáls „gel“ tartalette, með heslihnetu vinaigrette og chanterellles: smjörsteikt, rjómalöguð og stökkar kartellur, íslenskt wasabi – gúrka og wasabi blóm.
Kjötrétturinn
Kornhæna: heilsteikt og gljáð, fyllt með sveppum, krydduð með blóðbergi og fennel frjókornum.
Kornhænuegg: kornhænu leggir og lifur, tómatar og garð kryddjurtir.
Kartafla au gratín: bökuð kartafla og mjólkurostur, sósa „au Vin Jaune“.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: bocusedor.com
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Kokkalandsliðið6 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir

















