Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gulli Arnar: „Litla bakaríið er að stækka smátt og smátt….“

Birting:

þann

Gulli Arnar Veisluþjónusta

Eigendurnir Böðvar Böðvarsson og Gunnlaugur Arnar Ingason

Gunnlaugur Arnar Ingason bakari og konditor og æskufélagi hans Böðvar Böðvarsson opnuðu nýja veisluþjónustu í mars s.l.

Veisluþjónustan fékk nafnið Gulli Arnar og er staðsett við Flatahraun 31 í Hafnarfirði. Gulli er mjög öflugur á samfélagsmiðlunum, þar sem hann sýnir frá starfsemi veisluþjónustunnar. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með Gulla og hvað mikill metnaður er settur í eftirréttina, kökurnar og frönsku makrónurnar, en þær eru t.a.m. allar litarefna-, og aukaefnalausar.

Sjá einnig:

Gunnlaugur bakari og konditor opnar veisluþjónustu

Böðvar er atvinnumaður í fótbolta og er búsettur í Póllandi og spilar í efstudeild þar í landi.   Gulli hefur nánast staðið einn vaktina frá opnun veisluþjónustunnar og ætlar núna að bæta við tveimur nýjum starfsmönnum í hlutastarf. Vinnutíminn er þriðjudaga – föstudaga frá 8-12 annarsvegar og 13-17:30 hinsvegar. Starfið felur í sér afgreiðslu, pökkun, aðstoð í framleiðslu og aðstoð við þrif.

Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda umsókn á [email protected]

Myndir: facebook / Gulli Arnar Veisluþjónusta

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið