Frétt
Varað við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (heilum kjúklingi, bringum, lundum og bitum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerunum 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári
Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
- Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
- Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
- Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum geta skilað þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir