Frétt
Varað við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt, er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur.
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (heilum kjúklingi, bringum, lundum og bitum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerunum 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.
Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári
Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
- Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
- Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
- Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum geta skilað þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





