Frétt
1000 manna fjöldatakmarkanir á samkomum taka gildi eftir Verslunarmannahelgi
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin.
Sóttvarnalæknir telur að skimanir á landamærum séu nú komnar í gott horf og hefur opnun landamæranna ekki leitt til aukningar á innanlandssmitum. Því sé tímabært að huga að frekari tilslökunum á takmörkunum innanlands frá og með 4. ágúst nk. en þá taka gildi 1000 manna fjöldatakmarkanir á samkomum auk þess sem spilasölum og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður heimilt að hafa opið til 24.00 á kvöldin.
Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis og verður framlenging á núverandi auglýsing birt á næstu dögum í Stjórnartíðindum auk nýrrar auglýsingar með breyttum reglum sem taka munu gildi frá og með 4. ágúst nk.
Mynd; úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10