Frétt
Kjörbúðin á Djúpavogi hefur sölu á sérmerktum vörum af svæðinu
Stórt skref var nýlega stigið á Djúpavogi þegar Kjörbúðin hóf að bjóða sérmerktar framleiðsluvörur af svæðinu.
Þetta samstarf sveitarfélagsins við framleiðendur og Samkaup er í anda Cittaslow sem m.a. leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framboð staðbundinnar framleiðslu í aðildarsveitarfélögunum.
Djúpavogshreppur hefur verið aðili að Cittaslow samtökunum frá ársinu 2013, sem samastendur af litlum sveitarfélögum um allan heim. Lögð er áhersla á sérstöðu náttúrunnar, tryggja fjölbreytni í atvinnumálum þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki með vistvænan atvinnurekstur eru sérstaklega boðin velkomin.
Það er von allra sem að verkefninu standa að þetta sé aðeins byrjunin og að framboð staðbundinnar framleiðslu aukist í framtíðinni. Með því móti verða tengsl framleiðenda og neytenda meiri, virðing fyrir mat og raunvirði hans eykst og uppruni matvælanna verður öllum ljós, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
„Um leið og við þökkum öllum sem taka þátt í þessum fyrsta áfanga með okkur, hvetjum við nýja framleiðendur og neytendur til að taka þátt í að hefja staðbundna framleiðslu til vegs og virðingar. Saman getum við haft áhrif.“
Segir Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Myndir: djupivogur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman