Frétt
Sala lambakjöts úr heimaslátruðu fé á samfélagsmiðli vísað til lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintri ólögmætri dreifingu afurða af heimaslátruðu sauðfé á Norðurlandi síðastliðinn vetur.
Tveir einstaklingar búsettir þar buðu lambakjöt til sölu á samfélagsmiðli. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátruðu sauðfé.
Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf.
Einungis má nýta afurðir af heimaslátruðu fé til einkaneyslu.
Samsett mynd úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni