Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ekta ítalskur gelato-ís í hjarta Reykjavíkur
Ítalski ísgerðarmaðurinn Michele Gaeta opnaði nú á dögunum gelatobúð við Aðalstræti 6 í Reykjavík í gamla Morgunblaðshúsinu á jarðhæð.
„Í 25 ár höfum við unnið að því að fullkomna handbragðið við framleiðslu á gelato-ís. Nú erum við flutt frá Ítalíu og ætlum að kynna Íslendinga fyrir töfrum gelato. Gelato okkar er ávallt nýlagaður.“
segir Michele.
Búðin heitir Gaeta Gelato og er boðið upp á 24 tegundir af ís, þar af eru 10 vegan tegundir, brioche bollur með Gelato, banana split, affogato, frappé, skyrsoft með sætindum og sósum, heitt súkkulaði og kaffi.
Opið er frá klukkan 12:00 til 22:00.
Gelato er ekki rjómaís
Á heimasíðu Gelato.is er hægt að lesa fróðleik um gelato-ísinn, sem hér segir:
Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato og rjómaís eins og við þekkjum hann!
Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna. Rjómaísinn inniheldur meiri rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski, áferðin er mjólkurkenndari og léttari ásamt því að innihalda mun meiri sykur. Gelato-ís hefur hins vegar silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn.
Allt kemur þetta heim og saman við framleiðsluaðferðirnar; gelato-ís er snúið hægar en rjómaís og þess vegna er rjómaísinn léttari og loftmeiri en gelato-ís þéttari. Þegar reiða skal fram gelato-ís er forn hefð fyrir því að nota sérstakan spaða sem minnir á flata sleif en þegar unnið er með annars konar ís er notuð kúluísskeið.
Myndir: facebook / Gaeta Gelato
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays











