Frétt
Meirihluti segir viðskipti sín við skyndibitastaði og aðra veitingastaði hafa minnkað í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum segja kaup sín á ferðalögum hafa minnkað í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar og rúmlega helmingur segir viðskipti sín við skyndibitastaði og aðra veitingastaði hafa minnkað. Þá sagði tæpur fjórðungur að matarkaup sín hafi aukist með útbreiðslu COVID-19 og rúmur þriðjungur sagði kaup sín á hreinlætisvörum hafa aukist. Þetta kemur fram í nýrri kórónavíruskönnun MMR sem var nú gerð í annað sinn.
Alls kváðu 76% svarenda að kaup sín á ferðalögum hafi minnkað nokkuð eða töluvert frá því sem var fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar, 55% sögðu viðskipti sín við veitingastaði (aðra en skyndibitastaði) hafi minnkað, 52% sögðu viðskipti við skyndibitastaði hafa minnkað, 35% kaup á fatnaði, 22% húsgögn, 21% læknisþjónusta, 19% raftæki, 19% matvörur, 17% áfengi, 8% matvörur í netverslunum, 7% lyf og 5% kváðu kaup sín á hreinlætisvörum hafa minnkað. Þá kváðu 38% að kaup sín á hreinlætisvörum hafi aukist nokkuð eða töluvert, 24% að kaup á matvörum hafi aukist, 16% matvörur í netverslunum, 9% áfengi, 7% skyndibitastaðir, 5% lyf, 4% raftæki, 4% læknisþjónusta, 3% veitingastaðir (aðrir en skyndibitastaðir), 3% fatnað, 2% húsgögn og 1% sögðu kaup sín á ferðalögum hafa aukist.
Séu niðurstöður könnunarinnar bornar saman við samskonar mælingu frá miðjum mars kemur í ljós að nokkur sígandi varð í breytingum á neysluvenjum í öllum vöruflokkunum. Mestur mældist samdrátturinn milli mars og apríl í kaupum á mat á skyndibitastöðum sem dróst saman um 21 prósentustig – samdráttur sem bættist þá við þann 31% samdrátt sem mældist í mars.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu








