Frétt
Málmbiti í grænmetislasagna
Matvælastofnun varar við neyslu á Amy´s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar (málmbita) sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Amy’s Kitchen
Vöruheiti: Vegetable Lasagne – Gluten Free
Nettómagn: 255 g
Strikanúmer: 0042272003747
Lotunúmer: 30-K269
Best fyrir lok: Nóvember 2021
Geymsluskilyrði: Frystivara
Innflytjandi: Einstök matvara ehf., Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Nettó
Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki upplýsingar um að neysla á vörunni hafi valdið neytendum skaða. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir starfsfólk Einstakrar matvöru í síma 557 1771.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni