Vertu memm

Starfsmannavelta

Gleðipinnar fá grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu

Birting:

þann

Jóhannes Ásbjörnsson

Jóhannes Ásbjörnsson

Eigendur Keiluhallarinnar, Saffran, Hamborgarafabrikkunnar og fleiri veitingastaða hafa nú formlega sameinast undir nafni Gleðipinna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samkeppniseftirlitið veitti samþykki sitt fyrir samrunanum í dag. Eigendur Gleðipinna eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson, Guðmundur Auðunsson og Bjarni Stefán Gunnarsson ásamt feðgunum Jóhanni Þórarinssyni og Þórarni Ragnarssyni.

Vöruþróun í samstarfi við bestu kokka landsins

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Gæða- og vöruþróunarvinna verður rauði þráðurinn í starfsemi Gleðipinna og hafa reynslumiklir matreiðslumenn verið fengnir til að leiða þá vinnu. Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson hefur undanfarið unnið með Hamborgarafabrikkunni og hannað nýja hamborgara á borð við Svöluna, Herra Hnetusmjör og Stefán Karl.

Þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson vinna nú að vöruþróun fyrir American Style, Saffran og Roadhouse og munu í framhaldinu vinna með fleiri stöðum undir merkjum Gleðipinna að nýjungum á matseðlum þeirra. En þess má geta að á næstunni verða kynntir nýir réttir á Saffran úr smiðju þeirra Viktors og Hinriks. Viðskiptavinir allra veitingastaða innan Gleðipinna geta því átt von á ýmsum nýjungum á næstu misserum en höfuðáherslan í þeim verður á aukin gæði matar og þjónustu.

Gleðipinnar

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Glöð með græna ljósið. Viðskiptavinir geta séð breytingar strax

Viðskiptavinir veitingastaða Gleðipinna munu verða strax varir við breytingar. American Style veitingastaðurinn í Skipholti hefur fengið glænýtt útlit og Stælborgarinn klassíski hefur fengið gæðauppfærslu og innheldur nú 120 gr. af kjöti í stað 90 gr. áður og þá er hann borinn fram í nýrri gerð af hamborgarabrauði.  Þá má geta þess að Roadhouse hefur verið algjörlega endurnýjaður innanstokks og einnig hafa tveir af Saffran stöðunum fengið andlitslyftingu.

Jóhannes Ásbjörnsson segir:

„Við erum afskaplega glöð með að vera komin með græna ljósið. Við höfum skýra sýn á það hvert við stefnum og nú getum við loksins hafist handa og látið hendur standa fram úr ermum. Okkur hefur gengið vel með þá staði sem við höfum opnað, Fabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza. Markmiðið með þessari sameiningu er að beita okkar aðferðafræði á hin vörumerkin í samstæðunni með það fyrir augum að hámarka gæði. Ég hef þá trú að ef þú setur þér skýr markmið og fylgir þeim eftir þá nærðu árangri.

Lykillinn er vinna af heilindum að því að skapa virði fyrir viðskiptavininn, bera virðingu fyrir þörfum hans og finna rétta jafnvægið á milli verðs og gæða. Við höfum jafnframt opnað nýja vefsíðu Gleðipinna þar sem fylgjast má með því sem ber hæst hjá veitingastöðum Gleðipinna hverju sinni. Hugmyndin er að opna dyrnar og leyfa viðskiptavinum okkar og starfsfólki að fylgjast með ferðalagi okkar næstu misserin og árin.

Þar verður hægt að fræðast um þær breytingar sem við hyggjumst gera og nálgast ýmsar skemmtilegar upplýsingar um starfsfólkið okkar og staðina.“

Jóhann Þórarinsson, einn eigenda Gleðipinna:

„Við fögnum þessari niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við sameininguna verður til öflugt félag á veitingamarkaði sem hefur á að skipa frábæru starfsfólki. Framundan eru spennandi og krefjandi tímar sem munu fela í sér fjölmörg tækifæri sem við ætlum að nýta til enn frekari sóknar og uppbyggingar.

Aukin stærð og slagkraftur mun gera okkur kleift að hlúa enn frekar að okkar viðskiptavinum og starfsfólki og það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við.“

María Rún Hafliðadóttir, mannauðsstjóri Gleðipinna:

„Hjá Gleðipinnum starfa um 700 manns af 38 þjóðernum á 26 veitingastöðum. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur heldur er markmið okkar að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólkið og byggja upp fyrirtæki sem það er stolt að vinna hjá.

Ein stærsta áskorunin á okkar markaði er að laða að rétta fólkið og halda því sem lengst og einmitt með því að hlúa vel að okkar fólki þá byggjum við upp eftirsóknarverðan vinnustað.“

Nýr vefur Gleðipinna: www.gledipinnar.is

 

Mynd: úr einkasafni / Jóhannes Ásbjörnsson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið