Frétt
Iceland innkallar vegan pizzur
Matvælastofnun varar neytendur með mjólkurofnæmi og -óþol og vegan neytendur við neyslu á tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið Samkaup hf. hefur innkallað pizzurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar á neðangreindum vörum:
- Vörumerki: No Cheese
- Vöruheiti: Houmous Style Sauce Pizza og Mediterranean Garden Pizza
- Framleiðandi: Iceland Ltd.
- Innflytjandi: Samkaup hf.
- Framleiðsluland: Bretland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/dagsetningar
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Dreifing: Iceland verslanir í Arnarbakka, Engihjalla, Glæsibæ, Hafnarfirði og Vesturbergi
Neytendur geta skilað vörunni í næstu Iceland verslun gegn endurgreiðslu.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir