Vertu memm

Frétt

Frægir veitingastaðir í Danmörku með styrktarkvöldverð vegna gróðureldanna í Ástralíu

Birting:

þann

Eldur - Skógareldur

Eldarnir í Ástralíu eyðilögðu yfir 400 þúsund ferkílómetra landsvæði

Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur þá hefur Ástralía staðið frammi fyrir víðtækum skógareldum sem hafa haft gífurleg áhrif á bæði dýralíf og nágrannasamfélög.

Frægir veitingastaðir í Danmörku standa nú að styrktarkvöldverði 24. febrúar næstkomandi, en allur ágóði rennur til „World Wide Fund For Nature“ í Ástralíu.

Þessi styrktarkvöldverður verður haldin á veitingastaðnum Barr sem staðsettur er við Strandgötuna í Kaupmannahöfn.

Á meðal þeirra veitingastaða sem leggja hönd á plóg eru 108, Barr, bakaríið hart, ILUKA, Noma, Sanchez og Tigermom.

Hver veitingastaður verður með einn rétt og boðið verður upp á vín frá Lieu Dit og Rosforth & Rosforth.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að panta borð, geta smellt hér og pantað.

Mynd: úr safni

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið