Uppskriftir
Pasta með laxi og ravioli
Pasta með laxi og ravioli
Fyrir fjóra
800g lax (úrbeinaöur og roðlaus), skorinn í steikur
400g ravioli með sveppafyliingu (soðið eftir leiðbeiningu)
Sósan:
3 msk sveppasmurostur
1 dl mjólk
1 msk pestó (úr krukku,eða laga sjálfur)
smá brot af kjúklingateningi eða fiskiteningi
salt og pipar
Aðferð:
Grillið laxinn þar til hanner við það að vera fulleldaður (einnig er hægt að steikja hann á pönnu).
Það er reyndar erfitt að segja til um eldunartímann þegar verið er að grilla vegna þess að hitinn er svo misjafn í grillunum.
Þá er pastað soðið og haldið volgu á meðan sósan er gerð.
Allt ráefnið í sósuna er sett í pott og soðið þar til rjómaosturinn er bráðnaður.
Þá er pastanu bætt út í sósuna og salti og pipar bætt við eftir smekk.
Borið fram með uppáhalds grænmeti, salati og brauði.
Höfundur er Ragnar Ómarsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu