Keppni
Eina ferðina enn koma jól – Jóla púns keppnin á næsta leiti
Nú fer að styttast í árlegu Jóla púns keppnina hjá Barþjónaklúbbi Íslands, en að þessu sinni verður hún haldin í Kornhlöðunni 19. desember næstkomandi.
Keppnin verður auglýst almenningi og munu þau kaupa miða og velja sér púns og í leiðinni styrkja þetta góða málefni.
Púnsinn sem fær flesta miða í lok kvöldsins vinnur og fær ásamt Barþjónaklúbbnum að afhenda ágóðan til Barnaspítala Hringsins.
Í fyrra safnaðist 250.000 kr. sem rann til Samhjálpar, í ár stefnir klúbburinn hærra og mun klúbburinn styrkja Barnaspítala Hringsins.
Þér er boðið að taka þátt í þessu góða málefni og eru meðlimir klúbbsins búnir að fá birgjana til liðs við sig í að sponsa áfengi sem hægt er að nota í púnsinn.
Það er stuttur tími til stefnu og sæta framboð ekki endalaust en fyrstu 15 komast að og eiga möguleika á að vinna.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. desember, fyrstu 15 til að skrá sig fá svo sendann lista yfir tengiliði hjá birgjunum sem hægt er að fá spons hjá.
Skráning á bar@bar.is
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards