Frétt
Hætta á sprengingu á sósuflösku vegna gerjunar
Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af Sriacha hot chili sauce vegna hættu á að flaskan springi af völdum gerjunar. Innflytjandinn er Víetnam market og hefur fyrirtækið innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Tuong Ot Srirhacha
- Vöruheiti: Sriracha Hot Chili Sauce
- Nettómagn: 740.0 ml
- Lotunúmer: H9TMKA 44 33
- Best fyrir: 01/03/2021
- Dreifing og innflutningur: Vietnam Market
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í Vietnam Market, þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6.

-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag