Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Þorsteinn: „Amma var svaka glöð þegar ég eldaði fyrir hana“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Viktor skoraði á Þorstein að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn:
Þorsteinn Geir Kristinsson
Fæðingardagur og ár:
22. september 1995.
Áhugamál?
Matreiðsla.
Maki og Börn?
Ivana Esperanza, engin börn.
Hvar lærðir þú?
Fiskfélaginu.
Núverandi starf?
Yfirkokkur á Fiskfélaginu með Bjarna bróður mínum.
Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Grasker.
Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Má ekki segja það.
Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Ekkert sem mér dettur í hug.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Man ekki eftir neinu.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Amma var svaka glöð þegar ég eldaði fyrir hana.
Hvaða skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Le kock, þeir eru bestir í þessu.
Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Dama sem pantaði rétt á matseðli en vildi síðan sleppa öllu nema grænum aspars.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Ég bara man það ekki, þær hafa margar verið langar.
Í hvaða mörgum keppnum hefur þú tekið þátt í?
Lenti í 3. sæti í Norrænu nemakeppninni, Junior Nordic chef og 3 sæti í Kokk ársins 2018. Síðan fengum við landsliðið gull í heita matnum í fyrra í Lúxemborg á heimsmeistaramótinu. Næst á dagskrá er Ólympíuleikar með landsliðinu í febrúar 2020.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Hnífarnir mínir.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Eleven Madison Park
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Ég væri eflaust að fylla á lager einhverstaðar.
Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Garðar Kári Garðarsson. Hann er legend.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Sindri Guðrandur, hann er rækja.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum