Vertu memm

Greinasafn

Castelmagno-ostur

Birting:

þann

Castelmagno-osturHinn ítalski Castelmagno ostur er nefndur eftir héraðinu Castelmagno. Elstu heimildir þar sem Castelmagno osturinn er nefndur á nafn, eru frá árinu 1277, þar sem tekið er fram að leiga fyrir afnot af landi Greifans af Saluzzo, skuli borguð honum í Castelmagno osti!

Castelmagno osturinn er búinn til úr kúamjólk, ásamt örlitlu af sauða- og geitamjólk. Vinnsluferlið tekur tæpa 40 daga, en að því loknu er Castelmagno osturinn látinn þroskast í hellum í 6 til 9 mánuði.

Castelmagno osturinn er frá Ítalska framleiðandanum Occelli, en hann er leiðandi í ostaframleiðslu í Piemonte héraðinu á Ítalíu, og hefur framleitt margverðlaunaða osta í gegnum tíðina.
Ostarnir frá Occelli fást m.a. í Ostabúðinni á Skólavörðustíg.

Gnocchi með Castelmagno osti

1      kg.    Kartöflur
400  gr.     hveiti
150  gr.     OCCELLI Castelmagno ostur
2     dl.      rjómi
50    gr.     parmesan ostur
70    gr.     smjör
1      msk. olía
Salt og pipar eftir smekk

1)
Þvoið kartöflurnar vel, en án þess þó að taka hýðið af, látið sjóða 20-25 mínur (eftir stærð). Þegar kartöflurnar eru soðnar, þurrkið þær og afhýðið á meðan að þær eru enn heitar. Stappið svo kartöflurnar vel og vandlega og leyfið þeim svo að kólna aðeins.

2)
Stráið salti og möluðum pipar (að eigin vali) yfir kartöflurnar. Bætið útí olíunni og hveitinu. Hrærið öllu vel saman svo að út komið mjúkt deig (passið að hræra ekki of mikið). Látið bíða í 3-4 mínútur

3) Skiptið deiginu niður í litla hluta rúllið þeim upp hveiti í lengjur sem eru u.þ.b. 1,5 cm í þvermál, eftir það eru lengjurnar skornar í 2 cm breiða bita. Setjið þá gnocchi bitana útí sjóðandi vatn með salti í.

4)
Bræðið smjörið á stórri pönnu og þegar að gnocchi bitarnir rísa að yfirborði vatnsins, veiðið þá smám saman upp úr og og setjið á pönnuna. Bætið þá útí Castelmagno ostinum í litlum bitum ásamt rjómanum, parmesanostinum og örlitlum pipar. Hrærið vel saman og haldið heitu þar til að osturinn er orðinn bráðinn.

5)
Setjið svo allt saman í eldfast mót og inn í meðalheitan ofn í 5 mínútur.

Þessi réttur er fyrir 6.

Með þessari uppskrift mælum við með víni frá sama héraði, Fontanafredda Barbera d’Alba. Þetta vín er úr þrúgunni Barbera sem er ein frægasta þrúga Piedmont héraðsins.

Starfsfólk matarlistar.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið