Viðtöl, örfréttir & frumraun
Áhugaverð matarhátíð á Norðurlandi vestra
Hátíðin Réttir Food Festival verður haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst næstkomandi.
Það eru veitingahúsaeigendur og framleiðendur sem standa að þessari flottu matarhátíð. Hér er um að ræða skemmtilega upplifun, fræðslu um mat og menningu á svæðinu, en fjölmargar uppákomur verða þessa tíu daga, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.
Eftirfarandi myndir sýna einungis brot af því sem í boði verður yfir hátíðina:

Áskaffi er kaffihús sem spilar stórt hlutverk í Glaumbæ á Skagafirði. Áskaffi er þekkt fyrir að bjóða gestum að smakka ýmiskonar gamldags mat. Yfir hátíðina mun Áskaffi bjóða upp á kynningu og smakk á gamla íslenska matnum. Einnig verður gengið í gegnum Glaumbæ og fræðst um gamla matarmenningu og verkun.

Matarkista Skagafjarðar mun vera með sölusvæði í reiðhöllinni á Svaðastöðum á Sveitasælunni
Þar munu framleiðendur í Skagafirði bjóða upp á sína vöru. Margt verður á boðstólnum og áhugaverðar nýjungar.

Föstudaginn, 23. ágúst næstkomandi verður Dælismótið en það hefur verið haldið árlega síðan árið 2015. Skemmtilegt hestamót með góðum mat. Í ár mun Davíð Stefan Hanssen matreiðslumaður sjá um hlaðborðið eins og honum er einum lagið.

lla daga frá föstudeginum 16. ágúst til sunnudagsins 25. ágúst mun North West Hotel & Restaurant í Víðigerði bjóða upp á Götubitann. Í Götubitanum verður, brauðstangir í hvítlaukssmjörolíu, toppaðar með einstakri kryddblöndu og parmesan og bornar fram með kryddaðri tómatídýfu.
Hægeldað brytjað lambalæri, djúpsteikt smælki og val um sósur og toppings.

Miðfirðingar gera sér glaðan dag á lóð Hótels Laugarbakka. Settar verða upp kynningar og matarstöðvar í garðinum. Kynningar á handverki úr Miðfirði, lifandi tónlist og söngur, harmonikkutónar og kór, verður í gangi yfir miðjann daginn, kostar ekkert inn.
Viltu vita meira?
Nánari upplýsingar um Réttir Food Festival hér: www.rettir.is
Fylgist einnig með á facebook síðu hátíðarinnar með því að smella hér.
Myndir: rettir.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér