Viðtöl, örfréttir & frumraun
Listin smökkuð til – Jakob: „Gaman að taka þátt í þessu“
Nú á dögunum fór Jakob H. Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins til Vejle í Danmörku til að taka þátt í sýningunni Smag på kunsten, Bragðað á listinni. Smag på kunsten er haldin er annað hvert ár og er þetta í annað sinn sem að Jakob tekur þátt.
Markmið sýningarinnar er að færa hefðbundna listsköpun og matreiðslu saman. Matargerð er jú list og öll listsköpun er undir áhrifum frá annari.
„Ég vann með frábærri listakonu sem heitir Lisbeth Marie Nörhede og er portretmálari og er frá Vejle.“
Sagði Jakob í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um viðburðinn.
„Í þessu tilfelli valdi hún hörpuskelina sem var með silungatartar, sýrðum rjóma, fjallagrösum og söl. Ég gerði tvær útfærslur og síðan þriðja diskinn sem var spaghettigrænmeti á salati með silung, villisveppum, íslenskri berja og jurtasaft, fjallagrösum og söl.“
Á meðan Jakob eldaði og Lisbeth málaði spilaði gítarleikari falleg lög.
Það er Per Mandrup matreiðslumeistari, sem margir fagmenn á Íslandi þekkja, er sá sem heldur utan um Smag på kunsten.
„Við vorum nokkrir matreiðslu, myndlista og tónlistarmenn sem tóku þátt í þessu. Síðan var „Folkefest“ sem Danirnir kalla, um kvöldið og var 300 manna langborði komið fyrir á göngugötunni. Grillað svína-, og geitakjöt í boði borgarstjórans. Gaman að taka þátt í þessu.“
Sagði Jakob að lokum.
Aðsendar myndir: úr einkasafni / Jakob H. Magnússon
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur