Viðtöl, örfréttir & frumraun
Listin smökkuð til – Jakob: „Gaman að taka þátt í þessu“
Nú á dögunum fór Jakob H. Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins til Vejle í Danmörku til að taka þátt í sýningunni Smag på kunsten, Bragðað á listinni. Smag på kunsten er haldin er annað hvert ár og er þetta í annað sinn sem að Jakob tekur þátt.
Markmið sýningarinnar er að færa hefðbundna listsköpun og matreiðslu saman. Matargerð er jú list og öll listsköpun er undir áhrifum frá annari.
„Ég vann með frábærri listakonu sem heitir Lisbeth Marie Nörhede og er portretmálari og er frá Vejle.“
Sagði Jakob í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um viðburðinn.
„Í þessu tilfelli valdi hún hörpuskelina sem var með silungatartar, sýrðum rjóma, fjallagrösum og söl. Ég gerði tvær útfærslur og síðan þriðja diskinn sem var spaghettigrænmeti á salati með silung, villisveppum, íslenskri berja og jurtasaft, fjallagrösum og söl.“
Á meðan Jakob eldaði og Lisbeth málaði spilaði gítarleikari falleg lög.
Það er Per Mandrup matreiðslumeistari, sem margir fagmenn á Íslandi þekkja, er sá sem heldur utan um Smag på kunsten.
„Við vorum nokkrir matreiðslu, myndlista og tónlistarmenn sem tóku þátt í þessu. Síðan var „Folkefest“ sem Danirnir kalla, um kvöldið og var 300 manna langborði komið fyrir á göngugötunni. Grillað svína-, og geitakjöt í boði borgarstjórans. Gaman að taka þátt í þessu.“
Sagði Jakob að lokum.
Aðsendar myndir: úr einkasafni / Jakob H. Magnússon
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi









