Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Frosti: „..kolféll fyrir staðnum“

Birting:

þann

Frosti Olgeirsson

Frosti Olgeirsson

Frosti Olgeirsson er veitingastjóri á Hannes Boy og Rauðku hjá Sigló veitingar á Siglufirði.  Frosti er 32 ára en hann bjó á uppeldisárum sínum í Frakklandi þar sem hann kláraði grunn,- og menntaskólann.

Hann flutti svo til Íslands og hóf nám í framreiðslu og kláraði verknámið, en á eftir 3ja bekk og sveinspróf í framreiðslu.

Frosti hefur starfað á Lækjarbrekku, Hilton Hótel Nordica, Noma í Kaupmannahöfn, Gallerý á Hótel Holti, Tapas Húsinu og Torfunni (nú Humarhúsið) svo fátt eitt sé nefnt.

Áhugamál Frosta eru fjölbreytt og er hann mikill nörd að eigin sögn. Hann les mikið, hefur mikinn áhuga á tindátum, spunaspili, matarmenningu og vínum almennt.

Frosti hefur komið sér vel fyrir á Siglufirði og finnst frábært tækifæri að fá að starfa á veitingadeild Rauðku, þar sem er gott og öflugt teymi.

Hvers vegna Siglufjörður?

„Satt að segja var það fyrir tilviljun.  Ég var í fríi í Frakklandi að heimsækja fjölskylduna þegar góðkunningi minn Bjarni hringir í mig og segist vera með spennandi verkefni á norðurlandi.  Hafandi aldrei unnið út á landi þá segist ég vera til í að íhuga það.

Þegar ég kem heim til Íslands fer ég og heimsæki hann á Siglufirði og kolféll fyrir staðnum. Tveimur dögum síðar flýg ég norður og byrja að vinna.“

Sagði Frosti í samtali við veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið