Frétt
Fullt hús á STÓRELDHÚSIÐ 2019
Allir básar á stórsýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2019 sem verður haldin í LAUGARDALSHÖLLINNI í haust eru fullbókaðir. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, gistihúsum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Verður sýningin einstaklega fjölbreytt.
STÓRELDHÚSIÐ 2019 hefst fimmtudaginn 31. október og lýkur föstudaginn 1. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsanna enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2019 olafur@ritsyn.is
Með fylgja myndir frá sýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2017 sem að Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari og fréttamaður veitingageirans tók.
Sjá einnig: Gleði á sýningunni Stóreldhúsið 2017 – Myndir

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag