Keppni
Úrslit í Fernet Branca kokteilkeppninni – Myndir og vídeó
Fernet Branca leyndarkarfa (Mystery Basket) var haldið á Pablo Discobar síðasta sunnudag. En eins og nafnið gefur til kynna þá vissu barþjónarnir ekki hvaða hráefni væri í boði annað Fernet Branca fyrr en mætt var á staðinn.
Keppendur fengu 5 mínútur til að ákveða hvað skyldi vera notað í drykkinn og aðrar 7 mínútur til að útbúa 4 eins drykki fyrir dómara og gesti.
Reglurnar voru einfaldar, besti drykkurinn vinnur en gefið var extra stig fyrir frumlegheit. Það komu margar skemmtilegar útfærslur og var Filip Pumpa frá veitingastaðnum Miami sem sigraði. Vinningur var svolítið öðruvísi en vanalega, sérinnflutt Fernet Branca hjól og svo 3L Fernet Branca flaska en auðvitað er aðalvinningur að vera sigurvegari Fernet Branca Mystery basket.
Skipulagning var í höndum Teits Ridderman Schiöth sem var einnig kynnir kvöldsins, Þórhildar Kristínar Lárentsínusdóttir (Tótu) sem var einnig yfirdómari og Friðbjörns Pálssonar Vörumerkjastjóra Mekka W&S umboðsaðila Fernet Branca sem var þeim til stuðnings.
Með fylgja myndir sem Ómar Vilhelmsson tók:
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa