Keppni
Úrslit í Fernet Branca kokteilkeppninni – Myndir og vídeó
Fernet Branca leyndarkarfa (Mystery Basket) var haldið á Pablo Discobar síðasta sunnudag. En eins og nafnið gefur til kynna þá vissu barþjónarnir ekki hvaða hráefni væri í boði annað Fernet Branca fyrr en mætt var á staðinn.
Keppendur fengu 5 mínútur til að ákveða hvað skyldi vera notað í drykkinn og aðrar 7 mínútur til að útbúa 4 eins drykki fyrir dómara og gesti.
Reglurnar voru einfaldar, besti drykkurinn vinnur en gefið var extra stig fyrir frumlegheit. Það komu margar skemmtilegar útfærslur og var Filip Pumpa frá veitingastaðnum Miami sem sigraði. Vinningur var svolítið öðruvísi en vanalega, sérinnflutt Fernet Branca hjól og svo 3L Fernet Branca flaska en auðvitað er aðalvinningur að vera sigurvegari Fernet Branca Mystery basket.
Skipulagning var í höndum Teits Ridderman Schiöth sem var einnig kynnir kvöldsins, Þórhildar Kristínar Lárentsínusdóttir (Tótu) sem var einnig yfirdómari og Friðbjörns Pálssonar Vörumerkjastjóra Mekka W&S umboðsaðila Fernet Branca sem var þeim til stuðnings.
Með fylgja myndir sem Ómar Vilhelmsson tók:

-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag