Frétt
Søllerød Kro er Veitingahús Norðurlanda 2018 – ÓX á meðal tilnefndra
Í gær var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Danmörku Veitingahús ársins á Norðurlöndum og var það Michelin veitingastaðurinn Søllerød Kro í Danmörku sem hreppti titilinn.
Veitingastaðurinn ÓX á Íslandi var á meðal tilnefndra, en þau veitingahús sem tilnefnd voru: ÓX frá Íslandi, Maaemo frá Noregi, Grön frá Finnlandi, Frantzen frá Svíþjóð og Søllerød Kro frá Danmörku.
Sjá einnig: ÓX tilnefnt sem veitingahús ársins 2018
Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunin voru veitt af Leif Friis Jørgensen frá danska Mjólkursamsölunni, sem er aðalstyrktaraðili Nordic Prize.
Þeir veitingastaðir sem hafa fengið Nordic Prize verðlaunin eru:
2018: Søllerød Kro, Søllerød
2017: Sabi Omakase, Stavanger
2015: MAAEMO, Oslo
2014: KOKS, Torshavn
2013: Geranium, Rasmus Kofoed & Søren Ledet
2012: Maaemo, Esben Holmboe
2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
2009: noma, René Redzepi
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar