Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Böggvisbrauðin úr fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum komin í sölu

Birting:

þann

Böggvisbrauð

Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir

Flest höfum við áhuga á að stunda heilbrigðan lífsstíl og reynum að neyta heilnæms fæðis, því við vitum að gott mataræði er stærsti þátturinn í því að viðhalda góðri heilsu.

Verandi aðalfæða í stórum hluta heimsins og ein elsta manngerða matvaran, fer brauð með lykilhlutverk í gæðum næringar okkar dags daglega.  Síðustu ár hefur þó læðst vafi að þeirri hugmynd að það sé hollt fyrir okkur, í svo miklum mæli að í dag er fólki hreinlega ráðlagt að forðast neyslu þess.

„Ég vil, með því að leiða saman fyrsta flokks hráefni og aldagamla súrdeigs-bakstursaðferð, ganga til liðs við þann hóp bakara sem vilja hjálpa brauðinu að vinna orðspor sitt til baka!“

Segir Mathias Spoerry.

Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir búa á Böggvisstöðum en þau hafa handsmíðað gullfallegan steinofn, sem er hitaður upp með íslensku timbri og baka súrdeigsbrauð úr lífrænu korni frá Frakklandi á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Ekki er vitað um samskonar ofn hér á íslandi.

Böggvisstaðir er bær í Svarfaðardal skammt frá Dalvík.

Í brauðið er eingöngu notað nýmalað lífrænt hveiti, án íblöndunarefna, en þannig varðveitast öll góð steinefni og vítamín, sem annars tapast úr hveitinu með tímanum.

Böggvisbrauð

Notaðir voru um 1800 múrsteinar í ofninn

Böggvisbrauð

Böggvisbrauð

Böggvisbrauð

Böggvisbrauð

Böggvisbrauð

Böggvisbrauð

Um Mathias Spoerry, brauðgerðarmann

Mathias er söngvari að mennt og með meistaragráðu í miðaldatónlist. Hann er frá Frakklandi en hefur búið á Íslandi í sex ár. Mathias er kvæntur Ellu Völu Ármannsdóttur og saman eiga þau rúmlega ársgamlan son.

Það var ekki nema fyrir nokkrum árum sem að áhuginn á súrdeigsbakstri kviknaði hjá Mathias, sem varð fljótlega að ástríðu. Mathias ákvað að taka ástríðuna einu skrefi lengra og fór til Frakklands í nokkra mánuði til að þjálfa sig sem brauðgerðarmaður. Í kjölfarið fór hugmyndin um eigið súrdeigsbrauð-bakarí að verða að veruleika.

Böggvisbrauð

Ella Vala Ármannsdóttir kyndir í ofninum í fyrsta sinn

Böggvisbrauð

Böggvisbrauð

Hér er áhugavert dæmi um byggingu á samskonar ofni.

Mathias Spoerry, brauðgerðarmaður í viðtali í N4

Myndir: facebook / Böggvisbrauð

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið