Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna fullskipað

Landslið kjötiðnaðarmanna.
Nafn og vinnustaður meðlima, frá vinstri:
Aðalbjörn Jónsson Matfugl, Kristján Hallur Leifsson Kjötkompaní og þjálfari, Jónas Þórólfsson Viðbót Húsavík. Friðrik Þór Erlingsson Kjöthúsið, Jón Gísli Jónsson Kjötkompaní og Rakel Þorgilsdóttir Kjarnafæði
Landslið kjötiðnaðarmanna (LK) hefur verið áberandi síðastliðnar vikur, útvarpsviðtölum, á Íslandsmóti iðngreina þar sem landsliðið seldi 15 lambaskrokka sem að Landsamtök Sauðfjárbænda gaf í nemakeppni í kjötiðnaði.
Selt var fyrir 320.000 en Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020 og mun ágóðinn renna í sjóð landsliðsins.
Einnig hefur landsliðið staðið að sölu á kjöthníf sem er merktur LK, en hnífurinn kemur í flottri gjafaöskju og kostar 15.000 krónur.
Landslið kjötiðnaðarmanna skipa:
- Kristján Hallur Leifsson, Kjötkompaní og þjálfari
- Aðalbjörn Jónsson, Matfugl
- Jónas Þórólfsson, Viðbót Húsavík
- Friðrik Þór Erlingsson, Kjöthúsið
- Jón Gísli Jónsson, Kjötkompaní
- Rakel Þorgilsdóttir, Kjarnafæði
Næstkomandi helgi 12.- 14. apríl verður æfing hjá landsliðinu.
Það var Rún Heildverslun sem hannaði gallana með landsliðsmeðlimum.
Með fylgja myndir frá Íslandsmóti iðngreina sem að Jón Karl Jónsson tók:
Myndir: Jón Karl Jónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó










