Keppni
Átt þú erindi í Kokkalandsliðið?
Nú er opið fyrir umsóknir um stöður í Kokkalandsliðinu sem er að hefja undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Stuttgart 2020.
Við leitum að fagfólki með keppnisskap til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga- og keppnisstarfi liðsins næstu tvö árin. Einnig leitum við að áhugasömum ungkokkum sem vilja kynnast starfi landsliðsins og aðstoða við undirbúning fyrir keppnina.
Klúbbur matreiðslumeistara hefur fengið þá Sigurjón Braga Geirsson og Jóhannes Stein Jóhannesson til að stýra Kokkalandsliðinu.
Hafir þú áhuga á að komast í liðið, eða gerast aðstoðarmaður, þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn á netfangið [email protected] fyrir 25. mars nk. Vinsamlega láttu ferilskrá fylgja með umsókninni ásamt mynd.
Fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð umsóknar.
Frekari upplýsingar veita Sigurjón (s. 696 4439) og Björn Bragi (s. 692 9903).
Kokkalandsliðið og stjórn Klúbbs matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla