Viðtöl, örfréttir & frumraun
Minnsta jólahlaðborð landsins?
Nú er sá árstími þegar jólahlaðborðin eru haldin á veitingastöðum bæjarins. Hlaðborðin eiga það öll sameiginlegt að vera glæsileg og borðin svigna undan kræsingunum.
Í fyrradag var haldið óvenjulegasta jólahlaðborð ársins þegar Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum, bauð félögum sínum upp á jólamat eftir hádegisæfingu Lunch United, og það í karlaklefa íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja, en þetta kemur fram á vefnum Eyjafrettir.is.
Lunch United er fótboltaklúbbur manna sem komnir eru af léttasta skeiði en þeir koma saman tvisvar í viku og sparka bolta sín á milli. Þeir sem til þekkja segja tilþrifin sem sjást á æfingum Lunch United engum öðrum lík en þar sjást hlutir sem sjást vanalega ekki á knattspyrnuvöllum annarsstaðar.
Undanfarið hefur svo skapast sú hefð að þeir sem eiga afmæli, hafa boðið félögum sínum upp á kók og prins að lokinni æfingu. Þegar matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason gekk í raðir Lunch United hlakkaði í einum félaganum sem sá fram á dýrindisveislu þegar Einar Björn, eða Einsi Kaldi myndi eiga afmæli. Einsi tók hann á orðinu, fékk stelpurnar í vinnunni til að dúka upp borð og bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð í búningsklefanum eftir leik.
Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vöruval slóst í lið með Einsa og bauð upp á jólaöl með kræsingunum þannig að úr varð heljarinnar veisla. Og nú bíður liðsmanna Lunch United það erfiða verkefni að ná af sér aukakílóunum eftir veisluna.
Mynd: Eyjafrettir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast