Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Minnsta jólahlaðborð landsins?

Birting:

þann

Eins og sjá þá svignaði borðið undan kræsingunum

Nú er sá árstími þegar jólahlaðborðin eru haldin á veitingastöðum bæjarins.  Hlaðborðin eiga það öll sameiginlegt að vera glæsileg og borðin svigna undan kræsingunum.

Í fyrradag var haldið óvenjulegasta jólahlaðborð ársins þegar Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum, bauð félögum sínum upp á jólamat eftir hádegisæfingu Lunch United, og það í karlaklefa íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja, en þetta kemur fram á vefnum Eyjafrettir.is.

Lunch United er fótboltaklúbbur manna sem komnir eru af léttasta skeiði en þeir koma saman tvisvar í viku og sparka bolta sín á milli.  Þeir sem til þekkja segja tilþrifin sem sjást á æfingum Lunch United engum öðrum lík en þar sjást hlutir sem sjást vanalega ekki á knattspyrnuvöllum annarsstaðar.

Undanfarið hefur svo skapast sú hefð að þeir sem eiga afmæli, hafa boðið félögum sínum upp á kók og prins að lokinni æfingu.  Þegar matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason gekk í raðir Lunch United hlakkaði í einum félaganum sem sá fram á dýrindisveislu þegar Einar Björn, eða Einsi Kaldi myndi eiga afmæli.  Einsi tók hann á orðinu, fékk stelpurnar í vinnunni til að dúka upp borð og bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð í búningsklefanum eftir leik.

Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vöruval slóst í lið með Einsa og bauð upp á jólaöl með kræsingunum þannig að úr varð heljarinnar veisla.  Og nú bíður liðsmanna Lunch United það erfiða verkefni að ná af sér aukakílóunum eftir veisluna.

Mynd: Eyjafrettir.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið